Munu ráðherrar segja af sér þingmennsku?

Samfylkingarfólki hefur verið tíðrætt um að komist flokkurinn í ríkisstjórn myndu þau sem yrðu ráðherrar segja af sér þingmennsku, til þess að hafa skýrari skil milli löggjafar og framkvæmdavalds. Aðgerðin myndi líka skila fleiri flokksmönnum inn á þing, og þannig fengi flokkurinn meiri mannafla til að takast á við málin. Ætli hugmyndin sé enn á lofti, eða myndi það spilla stjórnarsáttmálanum?
mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðug síða birtir tíðni valinna orða í State of the Union ræðum Bush

 

stateoftheunioninfographics

 

New York Times hafa gert forrit sem telur orð í hinum árlegu State of the Union ræðum Bush forseta þannig maður getur séð hvernig ákveðin orð hafa komist í "tísku" á meðan önnur orðið óvinsæl. Orðið "Iraq" hefur náttúrulega mestan stíganda, en maður getur valið hvaða orð sem er.

http://www.nytimes.com/ref/washington/20070123_STATEOFUNION.html

 


Vonast til endurtekningar atburðana við Tonkinflóa 1964?

Til þess að sýna að BNA sé alvara með hörkulegu tali sínu og viðskiptaþvingunum í garð Írana, hefur flugmóðurskipaflota verið beint inn í Persaflóa til þess að þjarma að stjórninni í Teheran. Með því vilja ráðamenn í Hvíta Húsinu sýna fram á að bandaríski herinn hafi fulla getu til að ráðast á Íran með loft- og flugskeytaárásum þrátt fyrir að eiga nóg fyrir stafni í Írak. Á sama tíma eru Bandaríkjamenn að rjúfa lofthelgi Íran öðru hverju með ómönnuðum njósnavélum, sem Íranir hafa meira að segja státað sig af því að skjóta niður, en þær staðhæfingar hafa ekki verið staðfestar af Bandaríkjamönnum.

 Council on Foreign Relations fjalla um málið á vef sínum.

 Það sem er áhugavert er að sumir telja að  smávægilegar árásir eða skærur að hálfu Írana gætu verið notaðar til að réttlæta árás af fullum krafti og hernað í kjölfarið, líkt og þegar árás á tvö Bandarísk herskip við Tonkin flóa við Víetnam gerði Bandaríkjamenn að opinberum og virkum þáttakendum í stríðinu sem stóð í áratug eftir það.

Það besta í stöðunni fyrir heimsfriðinn er fyrir Evrópubúa að halda áfram diplómatískum sáttaumleitunum um deiluefni Írans við vesturlönd, jafnvel þó ekkert komi út úr því næsta árið, þó ekki nema væri til þess að bíða eftir forsetaskiptum í BNA, þannig ný stjórn geti leyft sér að taka aðra afstöðu til málsins en haukarnir sem nú sitja í Hvíta Húsinu. Það er spurning hvort það sé Repúblikanaflokknum í hag að efna til frekari átaka fyrir forsetakosningarnar 2008, eins óvinsælt og stríðið í Írak er orðið. Sumir vestanhafs vilja þó meina að leiðin út úr Írak, sé í "gegn um Íran" eins fáránlegt og það hljómar.


mbl.is Sérfræðingar telja hættu á stríði Bandaríkjanna og Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Singapúr halda keppni um smíð vígavélmennis fyrir þéttbýli

Tækni- og varnarmálastofnun Singapúr hefur boðað til keppni um smíði "urban warfare robot", sem á að geta ratað um borgarumhverfi, notað stiga og lyftur og fundið skotmörk og ráðist á þau. Skráningarfrestur rennur út í maí og allir velkomnir í að taka þátt.

 Þetta er áhugavert og drungalegt. Nú þegar eru til sjálfstýrðar flugvélar ( Predator, Sentinel ofl ) sem notaðar eru í hernaði, en þeim er fjarstýrt af einum til tveimur fjarflugmönnum. Þær eru yfirleitt notaðar til njósna en það kemur fyrir að þær séu notaðar til árása. Þarna er verið að stefna að því að smíða aljálvirkt vélmenni til hernaðar, en í orðalaginu má samt lesa að menn eigi ennþá að velja skotmörkin, en vélmennið sjái svo sjálft um að eyða þeim.

Þessar keppnir eru vinsælar í háskólum ytra, helst ber að nefna the Grand Challenge þar sem DARPA, rannsóknarstofnun hersisins í Bandaríkjunum bauð $1 milljón fyrir þann sem fyrstur gæti smíðað bíl sem æki algerlega sjálfur erfiða leið, 130 mílur í gegn um eyðimörk. Fyrst þegar keppnin var haldin , árið 2004, komst sá sem lengst fór aðeins 8 mílur, en ári seinna tókst liði frá Stanford háskóla að klára brautina á 7 klst.

 Nú er bara að bíða og sjá hvað vísindamenn verða lengi að búa til nútímaútgáfu Terminator vélmennisins...


Jæja þá er maður farinn að elta hópinn

Þá er komið að því. Félagslegur þrýstingur og athugasemdir annara hafa hrakið mig út í að búa til mitt eigið blogg. Og um hvað á svo að skrifa? Ætli það komi ekki bara af sjálfu sér. Hálfnað er verk þá hafið er, þannig með þessari færslu telst ég hálfur bloggari, og vonandi fylgja einhverjar í kjölfarið þannig ég geti kallast meðlimur í þessari fjölþúsund manna klíku sem kallast bloggarar Íslands.

Um bloggið

Torfi Frans Ólafsson

Höfundur

Torfi Frans Ólafsson
Torfi Frans Ólafsson
Technical producer ( ísl titil vantar, uppástungur vel þegnar ) hjá CCP hf, giftur, eitt barn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband