Singapúr halda keppni um smíð vígavélmennis fyrir þéttbýli

Tækni- og varnarmálastofnun Singapúr hefur boðað til keppni um smíði "urban warfare robot", sem á að geta ratað um borgarumhverfi, notað stiga og lyftur og fundið skotmörk og ráðist á þau. Skráningarfrestur rennur út í maí og allir velkomnir í að taka þátt.

 Þetta er áhugavert og drungalegt. Nú þegar eru til sjálfstýrðar flugvélar ( Predator, Sentinel ofl ) sem notaðar eru í hernaði, en þeim er fjarstýrt af einum til tveimur fjarflugmönnum. Þær eru yfirleitt notaðar til njósna en það kemur fyrir að þær séu notaðar til árása. Þarna er verið að stefna að því að smíða aljálvirkt vélmenni til hernaðar, en í orðalaginu má samt lesa að menn eigi ennþá að velja skotmörkin, en vélmennið sjái svo sjálft um að eyða þeim.

Þessar keppnir eru vinsælar í háskólum ytra, helst ber að nefna the Grand Challenge þar sem DARPA, rannsóknarstofnun hersisins í Bandaríkjunum bauð $1 milljón fyrir þann sem fyrstur gæti smíðað bíl sem æki algerlega sjálfur erfiða leið, 130 mílur í gegn um eyðimörk. Fyrst þegar keppnin var haldin , árið 2004, komst sá sem lengst fór aðeins 8 mílur, en ári seinna tókst liði frá Stanford háskóla að klára brautina á 7 klst.

 Nú er bara að bíða og sjá hvað vísindamenn verða lengi að búa til nútímaútgáfu Terminator vélmennisins...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Frans Ólafsson

Höfundur

Torfi Frans Ólafsson
Torfi Frans Ólafsson
Technical producer ( ísl titil vantar, uppástungur vel þegnar ) hjá CCP hf, giftur, eitt barn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband