Vonast til endurtekningar atburðana við Tonkinflóa 1964?

Til þess að sýna að BNA sé alvara með hörkulegu tali sínu og viðskiptaþvingunum í garð Írana, hefur flugmóðurskipaflota verið beint inn í Persaflóa til þess að þjarma að stjórninni í Teheran. Með því vilja ráðamenn í Hvíta Húsinu sýna fram á að bandaríski herinn hafi fulla getu til að ráðast á Íran með loft- og flugskeytaárásum þrátt fyrir að eiga nóg fyrir stafni í Írak. Á sama tíma eru Bandaríkjamenn að rjúfa lofthelgi Íran öðru hverju með ómönnuðum njósnavélum, sem Íranir hafa meira að segja státað sig af því að skjóta niður, en þær staðhæfingar hafa ekki verið staðfestar af Bandaríkjamönnum.

 Council on Foreign Relations fjalla um málið á vef sínum.

 Það sem er áhugavert er að sumir telja að  smávægilegar árásir eða skærur að hálfu Írana gætu verið notaðar til að réttlæta árás af fullum krafti og hernað í kjölfarið, líkt og þegar árás á tvö Bandarísk herskip við Tonkin flóa við Víetnam gerði Bandaríkjamenn að opinberum og virkum þáttakendum í stríðinu sem stóð í áratug eftir það.

Það besta í stöðunni fyrir heimsfriðinn er fyrir Evrópubúa að halda áfram diplómatískum sáttaumleitunum um deiluefni Írans við vesturlönd, jafnvel þó ekkert komi út úr því næsta árið, þó ekki nema væri til þess að bíða eftir forsetaskiptum í BNA, þannig ný stjórn geti leyft sér að taka aðra afstöðu til málsins en haukarnir sem nú sitja í Hvíta Húsinu. Það er spurning hvort það sé Repúblikanaflokknum í hag að efna til frekari átaka fyrir forsetakosningarnar 2008, eins óvinsælt og stríðið í Írak er orðið. Sumir vestanhafs vilja þó meina að leiðin út úr Írak, sé í "gegn um Íran" eins fáránlegt og það hljómar.


mbl.is Sérfræðingar telja hættu á stríði Bandaríkjanna og Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópubúum gæti ekki verið meira sama ef Íranar myndu fremja kjarnorkuárás gegn Ísraelsmönnum.

Þessi Evrópsku kokteilboð hafa mjög takmörkuð áhrif.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Frans Ólafsson

Höfundur

Torfi Frans Ólafsson
Torfi Frans Ólafsson
Technical producer ( ísl titil vantar, uppástungur vel þegnar ) hjá CCP hf, giftur, eitt barn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband